fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

97.000 börn smituðust af kórónuveirunni á tveimur vikum í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. ágúst 2020 07:00

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins tveimur vikum smituðust 97.000 börn af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá þekktum bandarískum barnalæknum og hefur málið vakið mikla athygli. Frá upphafi faraldursins hafa 339.000 börn smitast af veirunni í Bandaríkjunum, fjórðungur þeirra smitaðist á tveimur síðustu vikunum í júlí.

New York Times skýrir frá þessu. Eins og fyrr segir hefur þessi mikli fjöldi smita hjá börnum vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og þá sérstaklega í ljósi þess að Donald Trump, forseti, hefur ítrekað haldið því fram að börn séu „næstum ónæm“ fyrir veirunni í umræðunni um hvort opna eigi skóla að sumarfríum loknum.

Á heimsvísu hafa rúmlega 20 milljónir smita greins og rúmlega 730.000 hafa látist af völdum COVID-19. Bandaríkin tróna á toppnum með rúmlega 5 milljónir smita og 165.000 dauðsföll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót