News.com.au skýrir frá þessu. Þessi veira nefnist „bunyaveira“ og hefur skotið upp kollinum í dreifbýli.
Einkenni smits eru hár hiti, hósti, þróttleysi, ógleði, magaverkir og lítil matarlyst.
Í Jiangsu-héraðinu hafa um 40 smit greinst. Telja sérfræðingar að veiran berist meðal annars á milli fólks með lofti eða blóði.
Veiran er ekki alveg ný af nálinni því hún hefur áður skotið upp kollinum í Kína. Til dæmis fyrir þremur árum þegar tveir létust af völdum hennar en 17 smituðust þá. Hún uppgötvaðist fyrst í Kína 2009 og hefur meðal annars borist til Taívan.