fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hræðilegt leyndarmál eiginmannsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 05:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var 47 ára maður dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi af dómstól í Næstved í Danmörku. Dómforsetinn sagði málið vera sérstaklega alvarlegt en óhætt er að segja að maðurinn, sem er kvæntur, hafi átt sér hræðilegt leyndarmál.

Í rúmlega þrjú ár var hann stjórnandi margra hópa á netinu sem snúast um barnaklám. Maðurinn, sem er tölvuverkfræðingur, var alltaf mjög varkár og faldi slóð sína vel en honum urðu þau á þau mistök að afhjúpa smávegis af bakgrunni sínum og það fór ekki fram hjá árvökulum laganna vörðum í Ástralíu sem létu starfsbræður sína í Danmörku vita.

Maðurinn, sem heitir Allan Poulsen, var handtekinn í október á síðasta ári þegar hann var á leið til vinnu og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann var ákærður fyrir kerfisbundna og skipulagða dreifingu á barnaklámi. Hann játaði sök að mestu leyti fyrir dómi.

„Ég hef verið heimskur, óþroskaður og hræddur við að biðja um aðstoð til að fá meðferð við þessu.“

Hann hefur verið kvæntur í 16 ár. Helsta áhugamál hans, fyrir utan barnaklámið, var hundurinn hans.

Á djúpnetinu, Tor, kallaði hann sig „DoctorHebe“. Þar var hann stjórnandi á tveimur síðum.

Á heimili hans fundust drif og tölvur sem innihéldu í allt 159.956 barnaklámsmyndir. 1.409 flokkast sem sérstaklega grófar.

Þegar saksóknari spurði hann fyrir dómi hversu lengi hann hafi haft áhuga á ókynþroska stúlkum var svarið:

„Alltaf.“

Hann sagði að eiginkonan hafi vitað af þessu og þau hafi rætt þetta sín á milli og sagðist hafa glímt við slæma samvisku vegna áhugans á barnaklámi.

„Af því að það er rangt. Það er að minnsta kosti óásættanlegt í þessu samfélagi.“

Sagði hann um slæmu samviskuna. Þegar saksóknari spurð hann hvort honum fyndist barnaklám óásættanlegt var svarið:

„Á áttunda áratugnum var barnaklám gefið út í Danmörku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Í gær

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið