fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Setja upp vegatálma í New York vegna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 17:21

Times Square í New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í New York hafa ákveðið að koma upp vegatálmum við brýr og göng til að finna hugsanlega smitbera frá „hættulegum“ ríkjum. Einnig eiga þeir sem virða ekki fyrirmæli um að vera í sóttkví sekt yfir höfði sér en hún getur numið sem nemur allt að 1,5 milljónum íslenskra króna. Með þessu vill borgarstjórinn, Bill de Blasio, senda skýr skilaboð um að aðgerðir borgaryfirvalda til að halda aftur af kórónuveirunni séu í fullu gildi.

New York var í apríl miðpunktur kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum en þar greindust yfir 1.000 ný smit daglega. Í heildina hafa um 23.000 látist af völdum kórónuveirunnar í borginni. En með ströngum reglum hefur tekist að halda smitinu niðri en smitlaus er borgin ekki. Í gær byrjaði lögreglan að setja upp vegatálma við brýr og göng sem liggja til Manhattan. Ökumenn verða stöðvaðir tilviljanakennt til að kanna hvort í bílum þeirra sé fólk sem er frá ríkjum þar sem mikið smit er þessa dagana.

Eins og staðan er í dag eru 34 ríki og Púertó Ríkó á lista yfir ríki þar sem mikið smit er. Fólk, sem kemur til New York frá þessum ríkjum, á að fara í 14 daga sóttkví. Reglurnar gilda einnig fyrir íbúa í New York sem koma frá þessum ríkjum.

„Ef maður kemur hingað er nauðsynlegt að fara í sóttkví. Það er ekki frjálst val. Við viljum ekki sekta ykkur eða refsa. Við viljum hjálpa ykkur að fara í sóttkví. En ef þið virðið ekki lögin okkar munum við refsa ykkur.“

Sagði de Blasio að sögn Politico.

Fimmta hvert nýtt smit í borginni kemur upp í tengslum við komu gesta til hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann