DV skýrði nýlega frá þessu. New York Post skýrði frá því í vikunni að Doyle Crenshawn, bóndi í Booneville í Arkansas, hafi ákveðið að sá fræjunum sem hann fékk og hafi útkoman verið ótrúleg.
„Ég setti Miracle-Gro (tilbúinn áburð, innsk. blaðamanns) á aðra hvora viku og þau byrjuðu bara að vaxa af krafti.“
Upp úr jarðveginum spruttu stórar, grænar plöntur með appelsínugulum blómum. Á plöntunum vex stórt hvítt grænmeti sem minnir á dvergbíta.
Bandarísk yfirvöld hafa varað fólk við að sá fræjunum því erlendar plöntur geti verið ágengar plöntur sem geti borið með sér nýja plöntusjúkdóma.
New York Post segir að fólk í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna hafi fengið fræsendingar.