fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Hamingjustundin breyttist í hrylling á sekúndubroti – Sjáðu myndbandið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 05:45

Israa Seblani. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líbanska brúðurinn Israa Seblani gleymir brúðkaupsmyndbandinu sínu varla í bráð og líklega aldrei. En ekki af sömu ástæðu og fólk man yfirleitt eftir slíkum myndböndum og myndatökum.  Á þriðjudaginn stillti hún sér upp á götu úti í Beirút í Líbanon þar sem myndbandið var tekið upp. En á sekúndubroti breyttist hamingjustundin í algjöran hrylling.

Gríðarleg sprenging skók borgina en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá létust að minnsta kosti 135 manns í sprengingunni og um 5.000 slösuðust. Eyðileggingin er gríðarleg og um 300.000 manns eru heimilislausir.

Seblani og brúðguminn ræddu við Reuters eftir að myndbandið fór á flug á netinu.

„Ég var búin að undirbúa mig undir stóra daginn minn í tvær vikur og eins og allar aðrar konur var ég mjög glöð. Ég var að fara að giftast, foreldrar mínir áttu að sjá mig í hvíta kjólnum og ég vildi líkjast prinsessu. Það eru engin orð sem geta lýst hvað gerðist í tengslum við sprenginguna. Ég var í miklu áfalli og skildi ekki hvað hafði gerst. Átti ég deyja?“

Sagði Seblani sem sagðist ekki muna mikið eftir atburðinum. Brúðhjónin höfðu ætlað að setjast að í Líbanon en íhuga nú að flytja til  Bandaríkjanna en Seblani er með bandarískan ríkisborgararétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð