Gríðarleg sprenging skók borgina en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá létust að minnsta kosti 135 manns í sprengingunni og um 5.000 slösuðust. Eyðileggingin er gríðarleg og um 300.000 manns eru heimilislausir.
Seblani og brúðguminn ræddu við Reuters eftir að myndbandið fór á flug á netinu.
„Ég var búin að undirbúa mig undir stóra daginn minn í tvær vikur og eins og allar aðrar konur var ég mjög glöð. Ég var að fara að giftast, foreldrar mínir áttu að sjá mig í hvíta kjólnum og ég vildi líkjast prinsessu. Það eru engin orð sem geta lýst hvað gerðist í tengslum við sprenginguna. Ég var í miklu áfalli og skildi ekki hvað hafði gerst. Átti ég deyja?“
Sagði Seblani sem sagðist ekki muna mikið eftir atburðinum. Brúðhjónin höfðu ætlað að setjast að í Líbanon en íhuga nú að flytja til Bandaríkjanna en Seblani er með bandarískan ríkisborgararétt.