„Ég ræddi við starfsfélaga minn, sem hefur starfað hér jafn lengi og ég, og man hann ekki eftir að við höfum sent svona aðvörun frá okkur áður. Þetta er ekki eitthvað sem við sjáum daglega.“
Sagði Mette Tilgaard Zhang, veðurfræðingur, í samtali við BT.
Í aðvörun DMI kemur fram að hitabylgjan skelli á um hádegisbil í dag og standi yfir fram á þriðjudag hið minnsta. Meðalhitinn getur á sumum svæðum náð meira en 28 gráðum. Á sumum svæðum er spáð allt að 30 stiga hita. Í heildina er reiknað með að meðalhitinn í landinu verði yfir 25 gráðum næstu daga. Samkvæmt skilgreiningu DMI er um hitabylgju að ræða þegar meðalhitinn mælist yfir 25 gráðum þrjá daga í röð.
„Það væri góð hugmynd að drekka nóg, halda sig í skugganum og setja á sig sólarvörn ef maður fer út í sólina. Síðan geta börnin kannski beðið foreldra sína um ís.“
Sagði Zhang einnig.
Mesta hitanum er spáð á vestanverðu Jótlandi, Suður-Jótlandi og vesturhluta Sjálands.