Við gegnumlýsinguna sást að í trékassa, sem konan var með, var hauskúpa af manni auk mannabeina. Bild skýrir frá þessu.
Í ljós kom að allt var þetta úr eiginmanni konunnar sem lést í Grikklandi fyrir 12 árum. Hann var jarðsettur í Þessalóníku en konan var að flytja jarðneskar leifar hans frá Grikklandi í gegnum München og Kænugarð í Úkraínu til Armeníu þar sem þær fá sinn hista hvílustað.
Lögreglan var kölluð á vettvang og stöðvaði ferðalag konunnar og 52 ára dóttur þeirra á meðan tollvörður, læknir og saksóknari könnuðu málið betur og rannsökuðu jarðnesku leifarnar. Konan gat framvísað grísku dánarvottorði og því fengu mæðgurnar að lokum að halda för sinni áfram með beinin.