fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Hvarf sporlaust og fannst síðan við furðulegar kringumstæður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 06:29

Gia. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. ágúst höfðu lögreglan og foreldrar Giovanna (Gia) Fuda, sem er 18 ára og býr í Seattle í Bandaríkjunum, gefið upp alla von um að finna hana á lífi. Hún hvarf sporlaust 24. júlí og taldi lögreglan að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað eftir að bíll og veski Gia fundust á fáförnum stað.

En eftir níu daga leit fannst Gia sitjandi á steini í gili. Hún var máttvana, horuð, með rispur og skordýrabit en á lífi. Hún hélt sjálf að fjórir daga væru liðnir síðan hún hvarf en þeir voru níu.

Faðir hennar, Bob Fuda, sagði í samtali við New York Times að um kraftaverk væri að ræða og undir það tók lögreglan í King‘s County.

Lýst var eftir Gia. Mynd:Lögreglan

Gia dvelur nú á sjúkrahúsi þar sem hún er að jafna sig. Hún segist hafa lifað af með því að drekka vatn úr læk og borða ber. Hún borðaði þó ekki mikið af berjum því hún var hrædd um að þau gætu verið eitruð.

En af hverju hún var ein í óbyggðum var lengi vel ráðgáta. Foreldrar hennar tilkynntu lögreglunni um hvarf hennar aðfaranótt 25. júlí en þá hafði hún ekki skilað sér heim á tilsettum tíma og svaraði ekki hringingum eða skilaboðum.

Gia með foreldrum sínum. Mynd:Lögreglan

Bílinn hennar fannst í vegkantinum á fáförnum slóðum í skóg- og fjalllendi um 20 km frá heimili hennar. Veskið hennar var í bílnum. Bíllinn var bensínlaus og ekkert símasamband var á svæðinu. Móðir hennar, Kristin, segir að Gia hafi fyllst örvæntingu við þetta og hafi ætlað að ganga í gegnum skóginn að næstu bensínstöð sem er í 16 km fjarlægð. Hún skildi veskið eftir og tók bara farsímann, skrifblokk og biblíu með sér. En hún villtist í þéttum og dimmum skóginum og gat ekki látið vita af sér.

Mörg hundruð manns leituð að henni, hundar voru notaðir við leitina sem og þyrlur. Eftir sjö daga leit fannst skrifblokkin hennar, jakki, skór, sokkar, bakpoki, biblía og farsími. Tveimur dögum síðar fannst Gia sjálf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?