fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Pressan

Hefur spáð rétt um úrslit bandarískra kosninga í 36 ár – Sjáðu 2020 spána

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í American University í Washington DC starfar glaðlegur og litríkur prófessor í sagnfræði. Það er þó ekki sagnfræði sem vakið hefur athygli stjórnmálaskýrenda og blaðamanna á prófessornum, heldur hefur hann í 36 ár nefnilega spáð rétt fyrir um úrslit bandarískra forsetakosninga.

Árið 1980 hannaði prófessorinn Alan Lichtman ásamt rússneskum jarðskjálftafræðingi kerfi þar sem litið er til 13 „lykla.“ Kerfið byggðu þeir á spálíkani rússans í jarðskjálftafræðum og unnu það út frá niðurstöðun kosninga frá 1860 þegar Lincoln sigraði Breckinridge, til 1980 þegar Reagan gjörsigraði Jimmy Carter.

Athygli vekur að aðeins tveir „lyklanna“ hans Alans snúa að persónulegum einkennum frambjóðandans, en þó er það líklega það sem hvað mest fangar athygli fjölmiðla og mest er rætt um, sérstaklega á síðustu árum. Hinir lyklarnir hafa meira að gera með stöðu í þjóðfélaginu.

13 lykla kerfi Alans

Lyklarnir sem Alan notar eru:

  1. Niðurstöður millikosninganna [e. Midterm elections]. Forsetakosningar eru haldnar á fjögurra ára fresti, en kosið er til neðri deildar og þriðjungs efri deildar á tveggja ára fresti. Þannig verða til þingkosningar á milli forsetakosninga. Niðurstöður þeirra er fyrsti lykill Alans. Sigurvegari þessara kosninga fær því þennan lykil.
  2. Samkeppni um útnefningu ríkjandi stjórnmálaflokks. Ef sitjandi forseti fær ekki mótframboð gegn sér í forkosningum stjórnmálaflokks síns, fer þessi lykill til hans.
  3. Sitjandi forseti sækist eftir endurkjöri. Ef sitjandi forseti sækist eftir endurkjöri fer lykillinn til sitjandi forseta.
  4. Enginn sterkur „þriðji frambjóðandi.“ Niðurstöður bandarískra forsetakosninga hafa nokkrum sinnum oltið á fylgi annarra frambjóðenda en Demókrata og Repúblikana. Þannig eru þessir frambjóðendur „þriðja flokksins“ sagðir „stela“ meira fylgi af einum frambjóðanda tvíflokksins en hins. Þetta er fjórði lykill Alans.
  5. Styrkur efnahags, litið til skamms tíma. Veikur efnahagur veitir mótframbjóðanda sitjandi stjórnmálaflokks þennan lykil.
  6. Langtíma horfur í efnahagsmálum.
  7. Stórtækar breytingar á stefnu ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Ef ríkjandi öfl hafa „ruggað bátnum,“ og snúið með stórtækum hætti af fyrri braut hefur það neikvæð áhrif á líkur þess flokks til endurkjörs í Hvíta húsið.
  8. Samfélagsleg ólga. Ef hennar nýtur við, eru líkur á að hún dragi úr fylgi við sitjandi forseta og flokkssystkini hans.
  9. Hneykslismál í Hvíta húsinu. Hneyksli, eðli málsins samkvæmt, rýra trúverðugleika frambjóðanda ríkjandi afla og vinna með mótframbjóðendum þeirra.
  10. Mistök í utanríkis- eða hernaðarmálum.
  11. Sigrar í utanríkis- eða hernaðarmálum.
  12. Persónuleiki frambjóðanda ríkjandi stjórnmálaflokks.
  13. Persónuleiki frambjóðanda þess flokks sem setið hefur í stjórnarandstöðu.

Aldrei klikkað

Kerfið notaði Lichtman fyrst í kosningunum 1984 og spáði þá fyrir sigri Reagans gegn Walter Mondale tveim árum áður en ljóst varð hver yrðir keppinautur Reagans, sem var sitjandi forseti á þeim tíma. Það þurfti svo sem ekki miklar spágáfur, enda Reagan vinsæll forseti og efnahagurinn á uppleið.

1988 spáði Lichtman fyrir um sigur Bush gegn Dukakis og 1992 spáði Lichtman rétt fyrir um tap Bush gegn ungum ríkisstjóra Arkansas árið 1992. Hann var raunar einn sá allra fyrsti til að spá fyrir um sigur Clintons það ár. Enn spáði Lichtman rétt 1996 þegar Clinton sigraði aftur.

Árið 2000 spáði Lichtman svo um sigur Al Gore – sem, tæknilega, var rétt spá.

Sigurganga Lichtman hélt svo áfram. 2004, sigraði Bush John Kerry, 2008 tók Obama McCain og 2012 endurtók Obama leikinn gegn Mitt Romney. Alltaf spáði Lichtman rétt fyrir um úrslitin.

Talsverða athygli vakti þegar Lichtman spáði rétt fyrir um sigur Donalds Trumps árið 2016, enda Hillary með mikið forskot á Trump og afar fáir sem þorðu að spá gegn niðurstöðum allra helstu skoðanakannanafyrirtækjanna.

Nú hefur Alan Lichtman gefið út spá sína fyrir kosningarnar 2020. Samkvæmt áðurnefndu lyklakerfi fær Biden sjö stig fyrir sjö lykla, en Trump sex.

Niðurstöður fyrir hvert og eitt atriði og nánari útskýringar á prófessornum sérvitra má sjá í myndbandi New York Times hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd

Þess vegna er svefn svo mikilvægur þegar kemur að ævilengd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi mistök í ísskápnum geta eyðilagt matinn

Þessi mistök í ísskápnum geta eyðilagt matinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra