Í American University í Washington DC starfar glaðlegur og litríkur prófessor í sagnfræði. Það er þó ekki sagnfræði sem vakið hefur athygli stjórnmálaskýrenda og blaðamanna á prófessornum, heldur hefur hann í 36 ár nefnilega spáð rétt fyrir um úrslit bandarískra forsetakosninga.
Árið 1980 hannaði prófessorinn Alan Lichtman ásamt rússneskum jarðskjálftafræðingi kerfi þar sem litið er til 13 „lykla.“ Kerfið byggðu þeir á spálíkani rússans í jarðskjálftafræðum og unnu það út frá niðurstöðun kosninga frá 1860 þegar Lincoln sigraði Breckinridge, til 1980 þegar Reagan gjörsigraði Jimmy Carter.
Athygli vekur að aðeins tveir „lyklanna“ hans Alans snúa að persónulegum einkennum frambjóðandans, en þó er það líklega það sem hvað mest fangar athygli fjölmiðla og mest er rætt um, sérstaklega á síðustu árum. Hinir lyklarnir hafa meira að gera með stöðu í þjóðfélaginu.
Lyklarnir sem Alan notar eru:
Kerfið notaði Lichtman fyrst í kosningunum 1984 og spáði þá fyrir sigri Reagans gegn Walter Mondale tveim árum áður en ljóst varð hver yrðir keppinautur Reagans, sem var sitjandi forseti á þeim tíma. Það þurfti svo sem ekki miklar spágáfur, enda Reagan vinsæll forseti og efnahagurinn á uppleið.
1988 spáði Lichtman fyrir um sigur Bush gegn Dukakis og 1992 spáði Lichtman rétt fyrir um tap Bush gegn ungum ríkisstjóra Arkansas árið 1992. Hann var raunar einn sá allra fyrsti til að spá fyrir um sigur Clintons það ár. Enn spáði Lichtman rétt 1996 þegar Clinton sigraði aftur.
Árið 2000 spáði Lichtman svo um sigur Al Gore – sem, tæknilega, var rétt spá.
Sigurganga Lichtman hélt svo áfram. 2004, sigraði Bush John Kerry, 2008 tók Obama McCain og 2012 endurtók Obama leikinn gegn Mitt Romney. Alltaf spáði Lichtman rétt fyrir um úrslitin.
Talsverða athygli vakti þegar Lichtman spáði rétt fyrir um sigur Donalds Trumps árið 2016, enda Hillary með mikið forskot á Trump og afar fáir sem þorðu að spá gegn niðurstöðum allra helstu skoðanakannanafyrirtækjanna.
Nú hefur Alan Lichtman gefið út spá sína fyrir kosningarnar 2020. Samkvæmt áðurnefndu lyklakerfi fær Biden sjö stig fyrir sjö lykla, en Trump sex.
Niðurstöður fyrir hvert og eitt atriði og nánari útskýringar á prófessornum sérvitra má sjá í myndbandi New York Times hér að neðan.