fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Foreldrarnir héldu að níu ára sonurinn væri bara þreyttur – Síðan kom niðurstaðan

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 05:45

Kúlan sést hér í höfði drengsins. Mynd:Hadassah Medical Centre

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fóru áhyggjufullir foreldrar á Hadassah Medical Centre í Ísrael með níu ára son sinn sem var svo þreyttur og með höfuðverk en það var mjög ólíkt honum. Læknar skoðuðu hann og sáu að hann var með lítið sár og blóð á höfðinu. Sneiðmyndir voru því teknar af höfði hans og þá kom ástæðan fyrir höfuðverknum í ljós.

Samkvæmt frétt Times of Israel þá sat byssukúla föst í höfði drengsins. Hann hafði verið skotinn í höfuðið þegar Eid al-Adha var fagnað. Foreldrar hans höfðu ekki veitt því athygli frekar en drengurinn sjálfur.

Lögreglan hefur nú hafið rannsókn á málinu. Guy Elor, taugalæknir, fjarlægði kúluna. Hann staðfesti í samtali við The Times of Israel að foreldrar drengsins hafi ekki vitað af kúlunni í höfði hans. Hann sagðist undrandi á að drengurinn hafi lifað þetta af og sleppi líklega án varanlegs meins frá þessu.

Kúlan sem var fjarlægð úr höfði drengsins. Mynd:Hadassah Medical Centre

Rannsókn sýndi að drengurinn var skotin í hliðina á höfðinu og að kúlan hafði farið í gegnum heilann og stöðvast í hnakkanum. Hann var skorinn upp tveimur klukkustundum eftir að hann kom á sjúkrahúsið og tókst aðgerðin vel.

Drengurinn er á góðum batavegi og getur tjáð sig. Elor sagði að ekki sé annað að sjá en heili hans sé að jafna sig að fullu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga