Samkvæmt frétt Times of Israel þá sat byssukúla föst í höfði drengsins. Hann hafði verið skotinn í höfuðið þegar Eid al-Adha var fagnað. Foreldrar hans höfðu ekki veitt því athygli frekar en drengurinn sjálfur.
Lögreglan hefur nú hafið rannsókn á málinu. Guy Elor, taugalæknir, fjarlægði kúluna. Hann staðfesti í samtali við The Times of Israel að foreldrar drengsins hafi ekki vitað af kúlunni í höfði hans. Hann sagðist undrandi á að drengurinn hafi lifað þetta af og sleppi líklega án varanlegs meins frá þessu.
Rannsókn sýndi að drengurinn var skotin í hliðina á höfðinu og að kúlan hafði farið í gegnum heilann og stöðvast í hnakkanum. Hann var skorinn upp tveimur klukkustundum eftir að hann kom á sjúkrahúsið og tókst aðgerðin vel.
Drengurinn er á góðum batavegi og getur tjáð sig. Elor sagði að ekki sé annað að sjá en heili hans sé að jafna sig að fullu.