fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Dreymir um að flytja til Nýja-Sjálands til að sleppa frá kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 19:00

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marga Bandaríkjamenn og Breta dreymir um að leggja heimsfaraldur kórónuveirunnar og mótmæli af ýmsu tagi að baki sér og flytja í friðsældina á Nýja-Sjálandi. Þar er hvorki kórónuveira né ofbeldisfull mótmæli á götum úti. Loftið er hreint og umhverfisstefna stjórnvalda heillar marga.

Nýja-Sjáland er orðinn einn heitasti staðurinn fyrir Breta og Bandaríkjamenn sem leita að nýjum heimkynnum víðs fjarri erfiðleikunum á heimaslóðum. En eitt vandamál steðjar að þeim og draumum þeirra: Eins og staðan er núna eru þeir ekki velkomnir á Nýja-Sjálandi.

Ein af aðferðunum sem ríkisstjórn Jacinda Ardern hefur beitt til að halda kórónuveirunni í skefjum er að loka landinu. Útlendingar fá ekki að koma þangað þessar vikurnar, aðeins fólk með nýsjálensk vegabréf fær að koma inn í landið.

Í rúmlega þrjá mánuði hefur ekki eitt einasta innanlandssmit komið upp. 24 eru í sóttkví eins og stendur en fólkið var allt að koma frá útlöndum þegar það greindist með veiruna skæðu.

Yfirvöld segja að strax í apríl hafi þau orðið vör við aukinn áhuga fólks á að flytja til landsins en þá byrjuðu fjölmiðlar að flytja fréttir af hörðum og áhrifaríkum aðgerðum yfirvalda til að hindra útbreiðslu kórónuveirunnar.

Síðan þá hefur áhugi Bandaríkjamanna á að flytja til landsins aukist um 160% og Breta um 40% ef miða má við heimsóknir á opinberar vefsíður sem veita upplýsingar um flutninga til landsins. Nýja-Sjáland tekur almennt við innflytjendum og stundum hefur verið auglýst eftir innflytjendum til að uppfylla ákveðnar þarfir atvinnulífsins.

En fólk verður að láta sér nægja að dreyma þessa dagana eða þar til að landamærin verða opnuð á nýjan leik, þá verður væntanlega hægt að byrja að taka við innflytjendum á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað