fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Rúmlega 100 látnir í Líbanon og 4.000 særðir – „Við erum vitni að miklum hörmungum“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 05:48

Sprengingin var gríðarlega öflug. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauði krossinn segir að rúmlega 100, hið minnsta, hafi látist í sprengingunni miklu í Beirút í Líbanon síðdegis í gær. Rúmlega 4.000 særðust. Ástandið í borginni er skelfilegt og minnir einna helst á átakasvæði en eyðileggingin er gríðarleg.

„Við erum vitni að miklum hörmungum. Það eru fórnarlömb og særðir alls staðar.“

Þetta sagði George Kettani, yfirmaður Rauða krossins í borginni, að sögn fjölmiðla í borginni.

Sprengingin var svo öflug að hún jafnaðist á við jarðskjálfta upp á 3,5 að sögn vísindamanna hjá þýsku jarðfræðistofnuninni. Hún er sögð hafa fundist á Kýpur sem er í 230 km fjarlægð.

Margir hinna slösuðu geta ekki fengið meðhöndlun á sjúkrahúsum því þau eru yfirfull. Sjúkrahús hafa sent út ákall til borgarbúa um að gefa blóð. Margir liggja enn grafnir í húsarústum en fjöldi húsa hrundi til grunna.

Ástandið í borginni var slæmt fyrir en ríkið er að hruni komið, þar er skortur á matvælum, efnahagurinn er í rúst og pólitísk staða er erfið og flókin.

Ekki er enn vitað með vissu hver orsök sprengingarinnar er en vitað er að á hafnarsvæðinu, þar sem hún varð, voru geymd 2.750 tonn af mjög sprengifimu efni, ammoníumnítrati, sem er bæði hægt að nota til sprengjugerðar og í áburð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum