New York Times skýrir frá þessu. Fram kemur að tekjurnar komi úr ýmsum áttum en stærsti hlutinn er tilkominn vegna kaupa og sölu á fasteignum. Ekki kemur fram í upplýsingunum hverjar eignir hjónanna eru. New York Times segir að heildarinnkoma hjónanna á síðasta ári gæti hafa verið sem nemur allt að 100 milljörðum íslenskra króna.
Kushner, sem er meðeigandi í fasteignafélaginu Kushner Companies, hefur oft verið gagnrýndur fyrir að halda áfram að stunda fasteignaviðskipti á meðan hann sinnir ráðgjafastörfum fyrir tengdaföður sinn í Hvíta húsinu.