Ástralska lögreglan handtók fimm menn í tengslum við rannsókn málsins en þeir eru taldir starfa náið með ítölsku mafíunni. CNN skýrir frá þessu. Í fréttatilkynningu frá áströlsku lögreglunni kemur fram að „græðgi hafi leikið lykilhlutverk í málinu“ og hafi líklega orðið til þess að flugvélinni hlekktist á en hún var ofhlaðin.
„Smygltilraunin sýnir hversu tækifærissinnuð og gráðug skipulögð glæpasamtök geta verið.“
Segir í tilkynningunni.
Flugmaðurinn flúði strax af vettvangi en gaf sig fram tveimur dögum síðar. Hann er ástralskur ríkisborgari.
Auk hans voru fjórir til viðbótar handteknir. Þeir eru á aldrinum 31 til 61 árs og eiga allir lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Þeir eiga yfir höfði sér ákærur fyrir peningaþvætti, fíkniefnainnflutning, samsæri um fíkniefnasmygl og sölu á fíkniefnum.