fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Græðgin varð þeim að falli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 05:40

Flugvélin sem hlekktist á. Mynd:Australian Federal Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralskir glæpamenn töpuðu nýlega rúmlega 500 kílóum af kókaíni en það var græðgi þeirra sem varð þeim að falli. Lítilli flugvél hlekktist á á afskekktum flugvelli á Papúa Nýju Gíneu þann 26. júlí en förinni var heitið til Ástralíu.

Ástralska lögreglan handtók fimm menn í tengslum við rannsókn málsins en þeir eru taldir starfa náið með ítölsku mafíunni. CNN skýrir frá þessu. Í fréttatilkynningu frá áströlsku lögreglunni kemur fram að „græðgi hafi leikið lykilhlutverk í málinu“ og hafi líklega orðið til þess að flugvélinni hlekktist á en hún var ofhlaðin.

„Smygltilraunin sýnir hversu tækifærissinnuð og gráðug skipulögð glæpasamtök geta verið.“

Segir í tilkynningunni.

Flugmaðurinn flúði strax af vettvangi en gaf sig fram tveimur dögum síðar. Hann er ástralskur ríkisborgari.

Auk hans voru fjórir til viðbótar handteknir. Þeir eru á aldrinum 31 til 61 árs og eiga allir lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Þeir eiga yfir höfði sér ákærur fyrir peningaþvætti, fíkniefnainnflutning, samsæri um fíkniefnasmygl og sölu á fíkniefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?
Pressan
Í gær

Eigandi leikjalands dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hann var látinn opna símann sinn

Eigandi leikjalands dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hann var látinn opna símann sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 3 dögum

Verkefnið sem kom mönnum til tunglsins

Verkefnið sem kom mönnum til tunglsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum