„Þú verður að hafa í huga að Vilhjálmur er mjög ungur núna. Þá þarf hann að taka þessa byrði á herðar sínar núna. Þetta er spurning sem ég get ekki svarað.“
Sagði Díana. En Bashir gafst ekki upp og umorðaði spurninguna og spurði hvort Vilhjálmur, þegar hann hefði aldur til, ætti að verða konungur frekar en Karl.
„Ósk mín er að maðurinn minn finni ró og það krefst annars. Svo, já.“
Svaraði prinsessan.
Blöð á borð við People og Express hafa fjallað um viðtalið að undanförnu enda er Vilhjálmur orðinn nógu gamall til að taka við konungsembættinu. Árum saman hafa gengið orðrómar um að Elísabet II, amma hans, vilji frekar að hann taki við af sér en Karl en rétt er að hafa í huga að þetta eru bara orðrómar.
En hver sem vilji drottningarinnar og annarra er þá er ekki hægt að ganga fram hjá Karli því samkvæmt lögum er það sá sem er næstur í erfðaröðinni sem tekur við konungs- eða drottningartign þegar forverinn andast eða afsalar sér krúnunni og það er óumdeilt að Karl er fremstur í erfðaröðinni.