Það var á mánudaginn sem HMAS Canberra, skip ástralska flotans, var á leið til Hawaii þegar áhöfnin sá SOS skilti á strönd eyjunnar Pikelot í Mikrónesíu. Strax var haft samband við nærstatt skip frá bandaríska flotanum sem var með þyrlu um borð. Voru þyrlur sendar frá báðum herskipunum að eyjunni til að kanna málið betur.
Þar fundust þremenningarnir heilir á húfi en þeir voru nokkuð þyrstir og svangir en fljótlega var hægt að bjarga þeim um vatn og mat. Bátur þeirra hafði orðið bensínlaus og þeir strönduðu því á eyjunni.