fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Popptónleikar eiga að þjóna hlutverki smittilraunar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmennar og sveittar samkomur mörg þúsund manns, eins og popp- og rokktónleikar, hafa verið bannaðar að undanförnu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ástæðan er smithættan sem fylgir því að mörg þúsund manns koma saman til að skemmta sér. En nú ætla þýskir vísindamenn að efna til tónleika í Leipzig Arena þann 22. ágúst og hafa boðið 4.200 heilbrigðum mönnum og konum á aldrinum 18 til 50 ára á þá. Vísindamennirnir hyggjast rannsaka hvernig smit getur hugsanlega breiðst út á fjölmennum tónleikum og hvernig er hugsanlega hægt að koma í veg fyrir það.

Nú þegar hafa um 1.500 sjálfboðaliðar tilkynnt þátttöku á heimasíðu verkefnisins. Áhorfendurnir þurfa að fara í skimun og greinast neikvæðir til að fá að mæta á tónleikana. Á sjálfum tónleikunum eiga þeir að vera með andlitsgrímu og þeir fá lítið tæki, á stærð við eldspýtustokk, sem skráir hreyfingar þeirra. Með þessu geta vísindamennirnir séð hvernig áhorfendurnir hreyfa sig innan um hver annan og það sem mikilvægast er, hversu nálægt hver öðrum þeir eru. Út frá þessum upplýsingum vonast vísindamennirnir til að geta búið til reiknilíkön sem reikan út líkurnar á smitdreifingu. Einnig á handspritt, með vökva sem lýsir, að sýna hvaða yfirborðsfleti fólk snertir. Það á að gefa hugmynd um hvernig veirur geta hugsanlega dreift sér.

DPA hefur eftir Stefan Moritz, verkefnastjóra verkefnisins, að stærsta áskorunin verði væntanlega að leggja mat á þau gögn sem aflað verður.

„Af því að við neyðumst til að mæla snertingar þátttakenda í tæplega 30 metra radíus fimmtu hverju sekúndu í heilan dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Í gær

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu