fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Leiðtogi sértrúarsafnaðar handtekinn – Sakaður um að hafa leynt upplýsingum varðandi kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 18:00

Lee Man-hee. Mynd: EPA-EFE/YONHAP SOUTH KOREA OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Suður-Kóreu handtók nýlega Lee Man-hee. Þessi 89 ára maður er leiðtogi Shincheonji safnaðarins í Daegu en um kristinn sértrúarsöfnuð er að ræða. Söfnuðurinn tengist rúmlega 5.200 smitum kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, eða um 36% allra smita í Suður-Kóreu.

Lee Man-hee er grunaður um að hafa haldið mikilvægum upplýsingum varðandi smitrakningar frá yfirvöldum auk fjölda annarra lögbrota. Saksóknari segir að Lee Man-hee hafi starfað með öðrum leiðtogum sértrúarsafnaða um að halda upplýsingum frá yfirvöldum þegar faraldurinn var í hámarki hjá 200.000 meðlimum safnaðar hans.

Hann er sagður hafa leynt upplýsingum um meðlimi og þá staði þar sem þeir hittast þegar yfirvöld voru að reyna að rekja smit. Yonhap skýrir frá þessu.

Lee Man-hee hefur sjálfur sagt kórónuveiruna vera „verk djöfulsins“ og hafi verið sett af stað til að stöðva vöxt safnaðar hans.

En ekki nóg með að hinn andlegi leiðtogi sé grunaður um að hafa leynt mikilvægum upplýsingum því hann er einnig grunaður um að hafa dregið sér fé úr sjóðum safnaðarins og það enga smáaura því talið er að fjárdrátturinn nemi sem svarar til um 650 milljóna íslenskra króna. Hann er sagður hafa notað peningana til að byggja sér griðastað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“