fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Fyrrum liðsmaður glæpagengis tjáir sig um mál Anne-Elisabeth Hagen – „Ég er hissa á þessu“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 07:02

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Green, sem er fyrrum félagi í skipulögðu glæpasamtökunum Hells Angels og Bandidos, hitti norska milljarðamæringinn Tom Hagen og verjanda hans, Svein Holden, til að ræða hugsanlegt samstarf í tengslum við hvarf eiginkonu Hagen. Eiginkona Hagen, Anne-Elisabeth, var numin á brott frá heimili þeirra í útjaðri Osló í lok október 2018 og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Green skýrði nýlega frá þessu en hann hafði lengi vel neitað að segja neitt um málið.

Dagbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að Green hafi verið í sambandi við marga í undirheimunum og það sé eitt sem hann sé mjög hissa á í tengslum við hvarf Anne-Elisabeth. Hann er nú talsmaður samtaka sem aðstoða fólk við að rjúfa tengslin við glæpasamtök og hefja eðlilegt líf. Hann veit því vel hvað er á seyði í undirheimum margra Evrópuríkja.

Hann fundaði með Hagen og Holden þann 24. september 2019. Ekkert varð úr samstarfi þeirra en Green aflaði sér samt sem áður upplýsinga í undirheimunum um málið.

„Það var þögn, eins og í gröf. Það er mjög óeðlilegt. Það er yfirleitt einhver sem veit eitthvað. Enginn hafði heyrt neitt um hver eða hverjir stóðu á bak við þetta.“

Sagði hann um hvarf Anne-Elisabeth. Hann sagðist einnig fljótlega hafa fengið á tilfinninguna að mannránið hafi verið sviðsett og grunar að einhver, sem vildi koma höggi á Tom Hagen, hafi staðið á bak við verknaðinn.

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Lögreglan og sérfræðingar telja að fagmenn hafi verið að verki en Green er því ósammála.

„Enginn „eðlilegur glæpamaður“ myndi standa svona að mannráni. Það er of flókið. Þegar þú nemur manneskju á brott ertu sífellt undir pressu. Mannræningjar vilja fá peningana fljótt og þess vegna senda þeir sannanir fyrir að viðkomandi sé á lífi en það hefur ekki gerst. Hver hefur tíma til að fórna tveimur árum af lífi sínu í mannrán?“

Sagði Green og sagði þetta vera lengsta mannrán sögunnar.

Norska lögreglan er enn þeirrar skoðunar að Tom Hagen hafi myrt eiginkonu sína eða átt hlut að máli. Hún telur einnig að reynt hafi verið að villa um fyrir lögreglunni á skipulegan hátt allt frá því að Anne-Elisabeth hvarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til

Viltu léttast? Svona mikla hreyfingu þarf til
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum