Washington Post skýrir frá þessu. Meginástæðan fyrir þessum mikla samdrætti er heimsfaraldur kórónuveirunnar og þær afleiðingar sem hann hefur á efnahagslífið.
Samdrátturinn er svipaður og í Þýskalandi en þar var hann 10,1 prósent.
Sérfræðingar segja að þessar tölur þýði að bandarískt efnahagslíf hafi í raun verið fært fimm ár aftur í tímann.
Stærsti hluti samdráttarins átti sér stað í upphafi ársfjórðungsins þegar efnahagslífið var nær algjörlega frosið. Einkaneysla dróst saman um 35 prósent á örfáum dögum. Hún jókst þó aðeins í maí og júní.
Líklegt má telja að hagkerfið vaxi nú á þriðja ársfjórðungi. Auk þessa mikla samdráttar eru atvinnuleysistölurnar skelfilegar. Í síðustu viku skráðu 1,43 milljónir vinnufærra manna sig á atvinnuleysisskrá.