Bandarísk yfirvöld vara fólk við að planta fræjunum. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að bandaríska landbúnaðarráðuneytið sé nú að rannsaka málið ásamt fleiri alríkisstofnunum. Almenningur er hvattur til að tilkynna yfirvöldum um sendingar af þessu tagi og að láta eiga sig að planta fræjunum. Eins og er vinna yfirvöld út frá þeirri kenningu að um einhverskonar svikastarfsemi sé að ræða.
#APHIS is working closely with @CBP and State Depts of Ag re: unrequested seeds. If received, pls contact State Dept of Ag https://t.co/g0WhR57Wv3 or the #APHIS State Plant Health Office https://t.co/CdHtWghDbC. Keep packaging and do not plant seeds from an unknown origin! pic.twitter.com/LORKeTh4Tc
— USDA APHIS (@USDA_APHIS) July 27, 2020
„Við vitum ekki hvað þetta er og við getum ekki tekið áhættu á að skaða landbúnaðinn í Bandaríkjunum. Við erum með mesta fæðuöryggi heimsins og þannig á það að vera áfram.“
Sagði Ryan Quarles, hjá landbúnaðaryfirvöldum í Kentucky, en margar sendingar af þessu tagi hafa borist til Kentucky.
„Eins og staðan er núna höfum við ekki nægar upplýsingar til að vita hvort um svindl eða hrekk er að ræða, internetsvik eða landbúnaðarhryðjuverk. Óþekkt fræ geta verið af ágengum tegundum og haft eyðileggjandi og óæskileg áhrif á umhverfið okkar.“
Sagði Quarles.