fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Biden veitist að Trump – „Hann verður að hætta að tala um klikkuðu konuna“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 31. júlí 2020 08:00

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni sagði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að hin umdeilda Stella Immanuel væri „mikilvæg rödd“. Þetta er Joe Biden, sem keppir við Trump um forsetaembættið, ekki sáttur við.

Immanuel staðhæfir að henni hafi tekist vel að meðhöndla COVID-19 sjúklinga með malaríulyfinu hydroksyklorokin sem Trump hefur sagt að komi í veg fyrir COVID-19 smit. Þessu eru sérfræðingar ósammála og benda á að ekkert styðji þessar fullyrðingar Trump.

Á þriðjudaginn endurtísti Trump myndbandi þar sem Immanuel sagði að hægt sé að lækna fólk af kórónuveirusmiti og að það sé ónauðsynlegt og hættulegt að reyna að stöðva útbreiðslu veirunnar. Hún lagði ekki fram nein gögn til að styðja þessar fullyrðingar sínar.

Í myndbandinu segir Immanuel, sem er barnalæknir í Houston, að hún hafi meðhöndlað 350 COVID-19 sjúklinga með hydrokloksyklorokin með góðum árangri. Hún neitar hins vegar að leggja fram gögn þessu til sönnunar. Í myndbandinu kallar hún lækna sem neita að gefa sjúklingum lyfið „góða nasista“ og „falska lækna“.

Twitter fjarlægði myndbandið fljótlega því það brýtur gegn reglum miðilsins um dreifingu falskra upplýsinga um COVID-19. Trump er ekki sömu skoðunar og Twitter og segir Immanuel vera „mjög aðdáunarverða“ og „mikilvæga rödd“.

Stella Immanuel. Mynd:Facebook

Joe Biden er ekki sáttur við þessi orð forsetans og aðdáun hans á Immanuel og telur hana vera klikkaða. NBC News skýrir frá þessu.

Á netfundi með UnidosAS Action Fund, sem eru samtök sem vinna að auknum áhrifum fólks frá Latnesku-Ameríku í bandarískum stjórnmálum, var Biden spurður um viðbrögð hans við ítrekuðum tilraunum Trump til að láta opinbera skóla hefja kennslu á nýjan leik án þess að gera viðeigandi ráðstafanir til að vernda börn og starfsfólk.

Biden sagði að Trump ætti „að hætta að tísta og byrja að gera eitthvað“ og „hætta að tala um þessa klikkuðu konu“.

Immanuel er mjög umdeild en auk þess að vera læknir er hún prestur og stofnandi „Fire Power Ministries“ safnaðarins í Houston. Hún hefur nýtt prestsembættið til að kynna margar af samsæriskenningum sínum um læknisfræði. Hún heldur því meðal annars fram að DNA úr geimverum sé notað við lækningar og að vísindamenn hafi gert bóluefni sem kemur í veg fyrir að fólk sé trúað. BBC skýrir frá þessu.

Hún segir einnig að sjúkdómar eigi upptök sín hjá nornum og djöflum og að djöflarnir stundi kynlíf með mannfólki.

„Þeir breyta sér í konur, sofa hjá körlum og safna sæði þeirra. Síðan breyta þær sér í menn, sofa með konum og fjölga sér.“

Hefur hún sagt. Hún hefur einnig sagt að hjónabönd samkynhneigðra geti valdið því að fullorðnir giftist börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2