Þýskir saksóknarar hafa aðeins sagt að uppgröfturinn tengist morðrannsókn þar sem Christian B. er grunaður en hafa ekki viljað skýra nánar frá málinu eða leitinni eða hvort eitthvað tengt hvarfi Madeleine hafi fundist. Saksóknararnir hafa áður sagt að þeir hafi vissu fyrir því að Madeleine sé látin.
Lögreglan setti upp skjólveggi á vettvangi til að fólk gæti ekki fylgst með hvað væri verið að grafa upp. Þá var sett bann við flugi dróna yfir svæðinu að sögn Bild.
Eins og DV skýrði frá í gær þá fann lögreglan leyniherbergi í garðinum en hún hefur ekki viljað staðfesta það.