Rannsókn hefur undanfarið staðið yfir í garðlandi í Hannover í Þýskalandi, í tengslum við hvarf stúlkubarnsins Madeleine McCann, sem hvarf úr hótelíbúð í Alvarve í Portúgal vorið 2007. Þýski kynferðisbrotamaðurinn Christian Brückner er grunaður um að vera valdur að hvarfi barnsins en hann situr nú í fangelsi fyrir önnur afbrot.
Garðurinn sem er rannsakaður er á svæði þar sem Christian bjó fyrir nokkrum árum. Bjó hann um fimm kílómetra frá garðinum. Samkvæmt Bild urðu þau tíðindi í rannsókninni í garðinum í dag að þar fannst lítið neðanjarðarherbergi. Skurðgrafa hefur verið notuð við rannsóknina og hefur verið grafið upp í garðinum. Einnig hefur verið notast við sporhunda.
Ekki er vitað nákvæmlega hverra sönnunargagna er leitað. Í viðtali Bild við afbrotafræðing segir hundarnir séu þjálfaðir til að þefa uppi líkamsleifar en einnig raftæki. Lögreglan gæti verið að leita eftir líkamsleikum Madeleine, fatnaði hennar eða símtækjum eða öðrum rafrænum búnaði sem tilheyri hinum grunaða.