fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Telja að endurreisn þýsks efnahags taki tvö ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 19:35

Taka Svíar upp evru í stað krónunnar?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttinn við aðra bylgju kórónuveirunnar heldur aftur af endurreisn þýsks efnahags. Þess er vænst að hagvöxtur í landinu verði þremur prósentum meiri á þessum ársfjórðungi en þeim síðasta. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá hagfræðistofnuninni DIW.

Fram kemur að þetta séu skýr merki um endurreisn en þrátt fyrir góðan vöxt þá muni væntanlega líða tvö ár þar til búið er að ná að bæta upp það sögulega högg sem fylgdi heimsfaraldri kórónuveirunnar.

Því er slegið fast í skýrslunni að óttinn við aðra bylgju haldi aftur af endurreisn efnahagslífsins. Þýskaland hefur komist betur í gegnum heimsfaraldurinn efnahagslega en mörg nágrannaríki landsins.

Um 208.000 smit hafa verið staðfest í landinu og rúmlega 9.100 hafa látist af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2