Fram kemur að þetta séu skýr merki um endurreisn en þrátt fyrir góðan vöxt þá muni væntanlega líða tvö ár þar til búið er að ná að bæta upp það sögulega högg sem fylgdi heimsfaraldri kórónuveirunnar.
Því er slegið fast í skýrslunni að óttinn við aðra bylgju haldi aftur af endurreisn efnahagslífsins. Þýskaland hefur komist betur í gegnum heimsfaraldurinn efnahagslega en mörg nágrannaríki landsins.
Um 208.000 smit hafa verið staðfest í landinu og rúmlega 9.100 hafa látist af völdum COVID-19.