Maxwell er ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein barnungar stúlkur og að hafa sjálf tekið þátt í kynferðisofbeldi sem þær voru beittar.
Á mánudaginn báðu lögmenn Maxwell dómara um að leggja bann við opinberri birtingu „leynilegra upplýsinga um nektarmyndir, kynlífsmynda og kynlífsmyndbanda“. Lögmennirnir óttast að myndefnið kunni að vera notað í einkamálum sem hugsanlega verða höfðuð gegn Maxwell, þar á meðal af fórnarlömbum Epstein. Meðal þeirra er Virginia Roberts Giuffre sem segist hafa verið neydd til kynlífs með Andrew Bretaprins þegar hún var aðeins 17 ára. Andrew neitar þessu.
Þegar húsleit var gerð á heimili Epstein fann lögreglan mikið magn nektarmynda og myndbanda og nú reyna lögmenn Maxwell sem sagt að koma í veg fyrir að fjallað verði um þetta myndefni á nokkurn hátt og krefjast þess að enginn megi tjá sig um það.