fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Fimmti hver Svíi vill ekki búa við hlið múslima eða fólks frá Afríku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 07:00

Flóttamenn í Svíþjóð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um eitt prósent Svía telur vera neikvætt að búa við hlið Svía, kristins fólks eða gyðinga en þegar kemur að því að eiga nágranna sem eru frá Afríku, Miðausturlöndum eða eru múslimar þá eru tölurnar allt aðrar. Fimmta hverjum finnst neikvætt að búa við hlið fólks sem fellur undir fyrrgreindar skilgreiningar.

Dagens Nyheter skýrir frá þessu og byggir á niðurstöðum könnuna sem Novus gerði fyrir samtökin Global Village. Formaður samtakanna, Ahmed Abdirahman, segir að niðurstöðurnar valdi áhyggjum.

„Ég hef áhyggjur af framtíð Svíþjóðar.“

Sagði hann.

Könnunin beindist sérstaklega að 60 íbúðarhverfum þar sem ástandið er slæmt hvað varðar afbrot. Ef svör íbúa í þessum hverfum eru tekin út og skoðuð ein og sér telja aðeins 4 til 6 prósent neikvætt að eiga múslima eða fólk frá Afríku eða Miðausturlöndum sem nágranna. 2 prósent sögðust telja neikvætt að eiga gyðing sem nágranna.

Í könnuninni var hringt í 2.088 manns af rúmlega 100 þjóðernum sem búa í hverfum þar sem ástandið er slæmt. Þær niðurstöður voru síðan bornar saman við svör við sömu spurningum sem voru lagðar fyrir 1.039 manns úr föstum svarendahópi Novus en sá hópur er þverskurður af samsetningu sænsks samfélags. Niðurstaðan úr svörum þess hóps er sú sem fyrr greinir, að fimmti hver er ekki hrifinn af því að eiga nágranna sem eru múslimar eða frá Afríku eða Miðausturlöndum.

Abdirahman sagði í samtali við Dagens Nyheter að þegar tölurnar frá fasta svarendahópnum séu skoðaðar sjáist að meðal ungra fullorðinna sé fimmti hver áhyggjufullur yfir að eiga múslima eða fólk frá Afríku eða Miðausturlöndum sem nágranna.

„Þetta er kynslóðin sem verður yfirmenn morgundagsins, kennarar eða lögreglumenn.“

Sagði hann og lagði áherslu á að tölurnar segi ekkert um hvort fólkið sé rasistar en þær bendi til að fordómar séu til staðar í sænsku samfélagi og að það sé dökkt útlit hvað varðar aðlögun innflytjenda að sænsku samfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn