fbpx
Laugardagur 15.mars 2025
Pressan

Boris Johnson – „Allir þessir andstæðingar bólusetninga eru klikkaðir“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. júlí 2020 07:00

Boris Johnson, forsætisráðherra er ekki sáttur við andstæðinga bólusetninga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lítið álit á andstæðingum bólusetninga og segir þá vera klikkaða. En á jákvæðari nótum segist hann viss um að Bretland verði komið vel á veg út úr kórónuveirufaraldrinum um mitt næsta ár.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að Johnson hafi heimsótt læknastofu í Lundúnum fyrir helgi þar sem hann ræddi við starfsfólkið.

„Það eru allir þessir andstæðingar bólusetninga núna. Þeir eru klikkaðir, þeir eru klikkaðir.“

Sagði hann við hjúkrunarfræðinga á stofunni. Johnson ræddi einnig útvíkkun bólusetningaráætlunar yfirvalda vegna hinnar hefðbundnu inflúensu sem herjar á hverjum vetri. Stefnt er að því að bólusetja tvöfalt fleiri en áður.

Johnson sagðist sannfærður um að um mitt næsta ár verði Bretar komnir vel áleiðis út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar.

„Það eru erfiðir tímar fram undan í efnahagslífinu. En ég hef fulla trú á að við munu ná okkur á strik og verða öflugri en nokkru sinni áður.“

Sagði hann.

Heimsfaraldurinn hefur mánuðum saman nær einokað breska stjórnmálaumræðu en rúmlega 40.000 manns hafa látist af völdum veirunnar í Bretlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah jafnaði metið
Pressan
Í gær

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið
Pressan
Í gær

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár

Óhugnanleg sjón mætti viðbragðsaðilum – Grunuð um að halda stjúpsyni sínum föngnum í rúm 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt

Fór út að skemmta sér í sólarhring og skildi 18 mánaða barn eftir eitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?

Hver bar ábyrgð á umfangsmikilli netárás á X í gær?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu þrjú lík með hrollvekjandi skilaboðum

Fundu þrjú lík með hrollvekjandi skilaboðum