fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Fólk kom mun fyrr til Ameríku en áður var talið

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. júlí 2020 11:30

Frá uppgreftrinum. Mynd:Mads Thomsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný uppgötvun sýnir að fólk kom til Ameríku og tók sér bólfestu þar mun fyrr en áður var talið. Fornleifauppgröftur í Chiquihuitehellinum í miðhluta Mexíkó sýnir að þar bjó fólk fyrir 33.000 árum en áður var talið að fyrsta fólkið hefði komið til álfunnar fyrir um 11.500 árum.

BBC skýrir frá þessu. við uppgröftin fundust tæplega 2.000 steinverkfæri sem benda til að fólk hafi notað hellinn í minnst 20.000 ár.

Áður hafði verið nokkuð góð sátt um að fyrsta fólkið hefði komið til Ameríku þegar Clovis-fólk fór frá Síberíu til Alaska þegar ísöld var fyrir um 11.500 árum. Á níunda áratugnum fundust vísbendingar um að Clovis-fólkið hefði ekki verið fyrst til að nema land í Ameríku því þá fundust sannanir fyrir að fólk hefði verið í Chile fyrir 14.500 árum.

Frá aldamótum hafa fundist margar sannanir fyrir að Clovis-fólkið hafi ekki verið fyrst til að nema land í Ameríku. Má þar nefna að í Buttermilk Creek í Texas fundust að minnsta kosti 15.500 ára gamlar mannvistarleifar.

En nýja uppgötvunin slær þessu öllu við. Tom Higham, hjá Oxfordháskóla, segir að svæðið sé einstakt, aldrei fyrr hafi nokkuð þessu líkt fundist. Hann hefur unnið að uppgreftri þar með mexíkóskum starfsbræðrum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð