fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Trump hótar hörðum aðgerðum gegn mótmælendum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. júlí 2020 07:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: EPA/CAITLIN PENNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Forsetinn hefur algjörlega misskilið orsakir og afleiðingar. Tugir ef ekki hundruðir alríkislögreglumanna hafa komið hingað og gert ástandið enn verra. Nærvera þeirra hefur leitt af sér meira ofbeldi og skemmdarverk.“

Þetta sagði Ted Wheeler, borgarstjóri í Portland, í samtali við CNN og hvatti Donald Trump, forseta, til að kalla lögreglusveitir sínar frá borginni. Trump stærir sig af því að lögreglumennirnir hafi á skömmum tíma náð „framúrskarandi árangri“ sem sé þveröfugt miðað við árangur heimamanna sem Trump segir vera hrædda við að grípa til aðgerða.

Demókratar eru ekki sáttir við þessa aðgerðir forsetans og segja hann vera að reyna að nota mótmælin sér til framdráttar í kosningabaráttunni. Trump hefur heitið því að taka fast á mótmælendum, sem mótmæla kynþáttamisrétti og drápum lögreglunnar á svörtu fólki, með því að senda alríkslögreglumenn til margar borga þar sem hann telur að lögreglan hafi ekki tekið nægilega fast á málum. Fram að þessu hefur hann bent á New York, Chicago, Philadelphia, Detroit, Baltimore og Oakland sem hugsanlega viðkomustaði alríkislögreglumanna. Svo vill til að í öllum þessum borgum eru borgarstjórarnir úr röðum demókrata.

Umræddir alríkislögreglumenn heyra undir þjóðaröryggisráðuneytið og koma þeir úr röðum US Marshals Service, sem er elsta alríkislögregludeild landsins, og úr toll- og landamæralögreglunni. Markið þessarar nýju löggæslusveitar er að sögn að vernda styttur og opinberar byggingar sem mótmælendur hafa látið reiði sína bitna á eftir drápið á George Floyd. Ekki þarf heimild frá staðaryfirvöldum til að beita alríkislögreglumönnunum.

Meðlimir löggæslusveitarinnar voru í síðustu viku sakaðir um að hafa farið um Portland óeinkennisklæddir og að hafa handtekið mótmælendur víðs fjarri þeim byggingum sem þeir áttu að vera að gæta. Einn lögreglumannanna er sakaður um að hafa skotið mótmælanda í höfuðið með vopni sem er þó ekki banvænt.

En hvort þessi aðferðafræði mun afla Trump meiri stuðnings á eftir að koma í ljós en samkvæmt nýrri skoðanakönnun Wall Street Journal telur vaxandi hluti kjósenda að svartir og fólk af latneskum uppruna verði fyrir mismunun af hálfu lögreglunnar. 56% aðspurðra töldu að kynþáttahyggja viðgangist í bandarísku samfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“