fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Afhjúpa 30 ára gamlan kynlífssöfnuð – „Við áttum að kalla hann lækninn“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 23. júlí 2020 05:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann“ eða „læknirinn“. Það var það eina sem konurnar máttu kalla hann. Konurnar sem um ræðir lentu í klóm dularfulls söfnuðar sem 77 ára karlmaður stýrir. Segja konurnar að um kynlífssöfnuð hafi verið að ræða.

Upp komst um söfnuðinn um helgina þegar ítalska lögreglan lét til skara skríða gegn honum eftir tveggja ára rannsókn á málinu. Á sunnudaginn var hinn aldni safnaðarleiðtogi handtekinn. Lögreglan segir að hann hafi markvisst leitað að ungum stúlkum og hafi komist í samband við þær í gegnum ýmis fyrirtæki og dansskóla í Novara í norðurhluta landsins.

Konurnar hafa sagt lögreglunni að maðurinn hafi notað jurtir og lyf til lokka þær til sín.

„Hann velur hvaða stúlkur eiga að skemmta honum. Við köllum hann „hann“ eða „lækninn“ því við megum ekki segja nafn hans.“

Sagði ein kvennanna lögreglunni.

Lögreglan telur að söfnuðurinn hafi starfað í um 30 ár og að konurnar hafi verið heilaþvegnar og innrættar á kerfisbundinn hátt. Þær voru beðnar um að slíta öllum tengslum við fjölskyldur sínar og vini og hafa sem allra minnst samskipti við umheiminn.

Lögreglan veit ekki enn hversu umfangsmikil starfsemin var eða hversu margar konur hafa mátt þola kynferðisofbeldi af hálfu mannsins. Fórnarlömbin segja að maðurinn hafi sagt þeim að kynferðisofbeldið myndi „kveikja neista innra með þeim“.

Það var ábending frá fyrrum félaga í söfnuðinum sem kom lögreglunni á slóð safnaðarins. Auk forsprakkans eru fleiri grunaðir í málinu en lögreglan vill ekki upplýsa hversu margir það eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún

Fjarlægðu stórt heilaæxli í gegnum augabrún
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn