fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Önnur bylgja kórónuveirunnar i vetur gæti orðið verri en sú fyrsta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 07:01

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef önnur bylgja kórónuveirunnar skellur á Bretlandi næsta vetur gæti hún orðið enn verri en sú fyrsta. Önnur bylgja gæti orðið til þess að 120.000 manns, til viðbótar, látist af völdum veirunnar. Þetta sýnir nýtt reiknilíkan breskra vísindamanna.

Heilbrigðisyfirvöld báðu vísindamenn um að reikna út hvernig versta sviðsmyndin gæti orðið. Niðurstaðan er að á milli 24.500 og 251.000 muni látast á breskum sjúkrahúsum af völdum veirunnar. Toppurinn verður væntanlega í janúar og febrúar segir í umfjöllun BBC.

Við útreikningana var ekki tekið tillit til hugsanlegra aðgerða á borð við lokun samfélagsins, eins og gert var í vor, læknismeðferða eða hugsanlegs bóluefnis.

„Þetta snýst ekki um spá heldur hugsanlega niðurstöðu. Það er hægt að draga úr áhættunni ef við bregðumst strax við.“

Sagði Stephen Holgate, sem stýrði verkefninu.

Vísindamennirnir leggja mikla áherslu á að það sé mikil óvissa tengd mögulegri þróun faraldursins næsta vetur. Rannsóknir benda til að veiran þrífist betur við lægra hitastig og að það séu meiri líkur á smiti þegar fólk er mikið innanhúss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár