Í umfjöllun USA Today segir að hann hafi ákveðið að efna til mikillar fjársjóðsleitar og nota óselda skartgripi til þess að fá fólk til að taka þátt.
En hann ætlar ekki að grafa allt á einum stað heldur verður fjársjóðnum dreift á nokkra staði. Perri og eiginkona hans, Ami, eru nú þegar byrjuð að grafa muni víða í Michigan en í heildina er verðmæti þeirra sem nemur um 130 milljónum íslenskra króna. Lítið „x“ er á hverjum stað þar sem eitthvað hefur verið grafið niður til að fólk átti sig á að það sé á réttum stað.
Fyrsta fjársjóðsleitin hefst 1. ágúst en þá hefst leit að tveimur silfurstöngum að verðmæti sem nemur um 600.000 íslenskum krónum.