fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Fátækir fá kórónuveirupakka með mat og smokkum – Hinir efnameiri fá reiðufé

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 22. júlí 2020 18:00

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chile er eitt þeirra ríkja sem verst hafa farið út úr heimsfaraldri kórónuveirunnar. Rúmlega 330.000 smit hafa greinst og á níunda þúsund hafa látist af völdum COVID-19. Nú hefur ríkisstjórn landsins rétt þremur milljónum fátækra fjölskyldna hjálparhönd en margar fjölskyldur hafa farið illa út úr heimsfaraldrinum þar sem samfélagið hefur meira og minna verið lokað síðan um miðjan maí.

Þessar þrjár milljónir fjölskyldna fá nú kórónuveirukassa sem inniheldur meðal annars hrísgrjón, pasta, olíu og hveiti auk þriggja smokka.

80% þjóðarinnar er kaþólskrar trúar og það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum að smokkar séu settir í kassana. Christian Monckeberg, heilbrigðisráðherra, vísar þeirri gagnrýni á bug og segir að þetta séu smokkar sem væri dreift til heilsugæslustöðva í venjulegu árferði.

Landsmenn geta fengið ókeypis smokka hjá læknum en vegna lokunar samfélagsins hafa margir ekki haft möguleika á að fara til læknis eða hafa ekki þorað út fyrir hússins dyr af ótta við að smitast af kórónuveirunni.

Margir þeirra sem hafa fengið hjálparkassann hafa ekkert á móti því að smokkar séu í þeim. Paz, miðaldra kona í Santiago, sagði brosandi að það væri praktískt fyrir fólk sem notar smokka að fá þá. Önnur kona, mun yngri, sagði í samtali við TVN sjónvarpsstöðina að þrír smokkar væru ekki nóg.

En millistéttin í landinu fær ekki svona hjálparkassa heldur ávísun upp á sem svarar til tæplega 100.000 íslenskra króna. Þetta er gjöf sem er ætlað að létta fólki lífið. Forseti landsins sagði að millistéttin væri stolt landsins og það þyrfti að hjálpa henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi