Annar samningurinn er við fyrirtækin Pfizer og BioNTech sem vinna saman að þróun bóluefnis. Bretar hafa nú tryggt sér 30 milljónir skammta af þessu bóluefni ef það verður að veruleika. Hinn samningurinn er við franska fyrirtækið Valneva og tryggir hann Bretum 60 milljónir skammta af hugsanlegu bóluefni frá fyrirtækinu. Að auki eiga Bretar forkaupsrétt að 40 milljónum skammta til viðbótar ef bóluefnið reynist virka og er öruggt.
Í heildina hafa Bretar tryggt sér kauprétt að 230 milljónum skammta af mögulegu bóluefni.