CNBC skýrir frá þessu. Fram kemur að með þessu vegi félagið upp á móti tapi á öðrum vígstöðum en mörg hlutabréf hafa lækkað mikið í verði síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á, sérstaklega hlutabréf í tryggingafélögum og orkufyrirtækjum.
Berkshire Hathaway á nú hlutabréf að verðmæti 95 milljarða dollara í Apple og er næst stærsti hluthafi félagsins á eftir Vanguard. Verð hlutabréfa í Apple hefur hækkað um 32% á árinu þrátt fyrir að hafa tekið góða dýfu í mars þegar heimsfaraldurinn skall á af fullum þunga.
Apple hafði í síðustu viku betur fyrir dómstólum um hvort fyrirtækinu beri að greiða um 1,5 milljarð dollara í skatt á Írlandi. Það var framkvæmdastjórn ESB sem krafði fyrirtækið um þessar greiðslu en málið er eitt margra sem framkvæmdastjórnin hefur sett af stað gagnvart alþjóðlegum fyrirtækjum sem greiða lítinn sem engan skatt í Evrópu þrátt fyrir að velta þeirra sé mjög mikil.