Á Kýpur hafa yfirvöld til dæmis ákveðið að greiða fyrir uppihald ferðamanna ef þeir smitast af kórónuveirunni í fríinu sínu á eyjunni. CNN skýrir frá þessu. Munu ferðamenn sjálfir þurfa að standa straum af kostnaði við að komast út á flugvöll og heim en uppihaldið á eyjunni er ókeypis.
Í Úsbekistan hefur verið gripið til svipaðra ráða en þar er þó reiðufé í boði ef fólk greinist með kórónuveiruna þegar það heimsækir landið. Yfirvöld munu greiða þeim óheppnu sem nemur allt að 440.000 íslenskum krónum í bætur.
Í Genf er reynt að lokka ferðamenn til borgarinnar með því að bjóða upp á svokallaðan „Genfarpakka“ en með honum geta ferðamenn fengið mikinn afslátt af einkasiglingu með gistingu og útsýni til Mont Blanc eða einkakennslu hjá Michelin-kokki.
Í Danmörku gripu yfirvöld til þess ráðst að niðurgreiða aðgangseyri á söfn og dýragarða í sumarfríinu auk þess sem ókeypis er að sigla með ferjum, sem halda uppi áætlunarferðum til eyja landsins, í sumarfríinu.