Í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins kemur fram að nú verði stefnan varðandi Indlandshaf, Kyrrahaf og Suður Kínahaf styrkt. Það sé alveg ljóst að kröfur Kínverja um yfirráð yfir Suður Kínahafi og náttúruauðlindum þar séu ólöglegar og það sama gildi um aðferðir þær sem þeir beita til að öðlast yfirráð yfir svæðinu. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, skrifaði undir yfirlýsinguna.
Fyrir fjórum árum kvað Alþjóðagerðardómurinn í Haag upp úr um að kröfur Kínverja um yfirráð á svæðinu og framferði þeirra brjóti gegn alþjóðlegum reglum. Kínverjar viðurkenna ekki niðurstöðu gerðardómsins og hafa ótrauðir haldið framferði sínu áfram.