„Það rignir ekki í Lundúnum, Kent eða Sussex en ratsjáin okkar sýnir allt annað.“
Skrifaði veðurstofan á Twitter.
Samkvæmt frétt ITV News þá var þetta dularfulla ský um 80 km á breidd og mörg minni „ský“ fylgdu því. En hér var ekki um venjulegt ský að ræða. Athugun veðurfræðinga leiddi í ljós að hér var um gríðarlega stóran sveim flugmaura að ræða. Þeir taka sig stundum á loft í stórum hópum þegar er heitt, rakt og lítill sem enginn vindur.
Flugmaurar eru ekki ein sérstök maurategund heldur karldýr og ungar drottningar sem fæðast með vængi en það gera vinnumaurar ekki. Á pörunartímanum sameinast þeir oft í stóra hópa. Maurarnir makast á flugi og skömmu eftir mökin drepst karldýrið en frjóvguð drottningin missir vængina og hefst handa við að koma nýrri mauraþúfu á laggirnar.