fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Þrír vinir myrtir í veiðiferð – Þetta var „slátrun“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júlí 2020 07:01

Lake Streety. Mynd: Google Street View

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír vinir voru myrtir á föstudagskvöldið þar sem þeir höfðu hist til að veiða að næturlagi við vatn í Flórída. Faðir eins þeirra fann þá en sonur hans náði að hringja í hann áður en hann lést. Lögreglustjórinn segir að um „slátrun“ hafi verið að ræða.

Lögreglan telur að fleiri en einn hafi verið að verki. Mennirnir voru myrtir um klukkan 22 á föstudagskvöldið við Lake Streety í Frostproof. Fórnarlömbin voru Damion Tillman 23 ára, Keven Springfield 30 ára og Brandon Rollins 27 ára.

Lögreglan telur að Tillman hafi komið fyrstu að vatninu. Þegar vinir hans komu hafi þeir séð að verið var að berja Tillman. Árásarmennirnir hafi þá byrjað að skjóta á þá.

Rollins var á lífi þegar árásarmennirnir yfirgáfu vettvang og náði að hringja í föður sinn og biðja um aðstoð. Faðir hans ók strax á vettvang en vatnið er í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá heimili hans. Sonur hans var enn á lífi þegar hann kom. Faðirinn hafði flýtt sér svo mikið að hann gleymdi farsímanum sínum heima og varð að aka í næstu verslun til að hringja eftir hjálp. Þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang var sonur hans látinn.

Grady Judd, lögreglustjóri, hefur starfað við löggæslu í 48 ár segir að um „slátrun“ hafi verið að ræða.

„Þetta er skelfilegur vettvangur. Ég hef komið á marga morðvettvanga en þessi er einn af þeim verstu sem ég hef séð.“

Hann vildi ekki segja hvort einhver væri grunaður um morðin en sagði að lögreglan heiti 5.000 dollurum í verðlaun fyrir upplýsingar sem geta orðið til þess að málið leysist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann