fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Dani ákærður fyrir landráð – Fyrsta málið í 70 ár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. júlí 2020 07:59

Ahmad Salem El-Haj. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daninn Ahmad Salem El-Haj hefur verið ákærður fyrir landráð og metur saksóknari það sem svo að málið sé svo alvarlegt að það réttlæti lífstíðarfangelsisdóm yfir El-Haj. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi en það var hann úrskurðaður í þann 22. júní.

Berlingske skýrði frá þessu um helgina en blaðið fékk aðgang að dómsskjölum á grundvelli upplýsingalaga. Þetta er í fyrsta sinn í rúmlega 70 ár sem ákæra er gefin út í Danmörku fyrir landráð.

El-Haj, sem er af palestínskum ættum, var handtekinn 11. nóvember á síðasta ári á Kastrupflugvelli þegar hann kom þangað frá Tyrklandi. Hann hafði setið í fangelsi þar síðan 2017 en þangað kom hann frá Sýrlandi þar sem hann barðist með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Í upphafi var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli hryðjuverkalaga en hann hafði hótað að drepa þrjá danska stjórnmálamenn.

El-Haj hélt til Sýrlands 2013. Hann særðist í sprengjuárás í byrjun árs 2017. Síðan var honum smyglað yfir til Tyrklands ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Þar var hann handtekinn í desember sama ár.

Hann var framseldur til Danmerkur á síðasta ári að eigin ósk. Hann hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Tyrklandi fyrir að hafa gengið til liðs við Íslamska ríkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti