Nasredeen Abdulbari, dómsmálaráðherra, sagði í sjónvarpsviðtali að nú megi þeir sem ekki eru múslimar drekka áfengi svo lengi sem það trufli ekki allsherjarfrið og sé ekki gert á almannafæri.
Meirihluti þjóðarinnar er múslimar en einnig er töluvert stór kristinn minnihluti í landinu.
Abdulbari sagði einnig að ríkisstjórnin ætli að afglæpavæða trúskipti þegar fólk snýst frá íslamstrú til annarrar trúar.
„Enginn hefur rétt til að saka einhvern eða þjóðfélagshóp um að vera vantrúaðan. Það ógnar örygginu í samfélaginu og leiðir af sér hefndardráp.“
Sagði ráðherrann.
Í mörgum löndum, þar sem íslamstrú er ríkjandi, eru lög í gildi sem kveða á um að dæma megi fólk til dauða ef það afneitar íslamstrú.