fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Trump-fjölskyldan sökuð um að misnota forsetaembættið – Auglýsa dósamat

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. júlí 2020 06:45

Twitterfærsla forsetans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Bandaríkjanna að auglýsa dósamat, er það viðeigandi og í samræmi við hefðir og reglur? Þessu velta sumir fyrir sér eftir að Donald Trump birti mynd á Twitter þar sem hann sést með dósamat frá Goya Foods fyrir framan sig á skrifborði sínu í Hvíta húsinu. Dóttir hans, Ivanka Trump, hefur einnig birt mynd á Twitter af sér með vörur frá Goya Foods. Ivanka er starfsmaður Hvíta hússins.

Gagnrýnendur segja að hér sé ekki um neitt annað að ræða en beinar auglýsingar fyrir Goya Foods. Auðvelt er að draga þá ályktun þegar textinn undir mynd Ivönku er lesin:

„Ef það er Goya, þá hlýtur það að vera gott.“

Pólitískir andstæðingar Trump, stjórnmálaskýrendur og sérfræðingar í lögum segja margir hverjir að mynd Ivönku brjóti gegn reglum um að embættismenn í Hvíta húsinu megi „ekki opinberlega lýsa yfir stuðningi við vörur eða fyrirtæki“.

„Þetta dregur upp þá mynd að stuðningur ríkisstjórnarinnar sé til sölu: Styðjið forsetann og ríkisstjórnin styður við vörur þínar.“

Hefur BBC eftir Walter Shaub, fyrrum yfirmanni siðfræðistofnunar alríkisins (OGE) sem bætti við að mynd Ivönku væri klárt brot á reglunum.

Ivanka er að sögn ánægð með vörur frá Goya Foods.

Noah Bookbinder, fyrrum saksóknari í spillingarmálum og nú starfsmaður samtaka sem fylgjast með brotum á siðferðisreglum í stjórnmálum, var einnig skýrmæltur á Twitter:

„Þetta er bara allur pakkinn: Trump-fjölskyldan sem notar opinberar stöður til að auglýsa einkafyrirtæki og launar pólitískum stuðningsmönnum með aðstoð úr Hvíta húsinu. Svo mikil spilling í einni færslu.“

Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi Washington Post vegna málsins segir að Ivanka hafi fullan rétt til að „láta persónulegan stuðning sinn við fyrirtæki í ljós, fyrirtæki sem hefur verið sniðgengið og haft að háði fyrir að styðja ríkisstjórn Trump“.

Málið vatt síðan enn frekar upp á sig á miðvikudaginn þegar forsetinn birti meðfylgjandi mynd af sér með vörur frá Goya. Hann hefur einnig skrifað á Twitter að Goya Foods „standi sig framúrskarandi vel“ og að fólk kaup vörur fyrirtækisins í miklu magni.

Ástæðan fyrir ánægju Trump-fjölskyldunnar með Goya Foods er að forstjóri fyrirtækisins sagði á sameiginlegum fréttamannafundi fyrr í mánuðinum að Bandaríkin væru „lánsöm“ að vera með leiðtoga eins og Donald Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina

Besti golfari heims þurfti að gangast undir aðgerð eftir slys við jólamatseldina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona léttist þú hraðast

Svona léttist þú hraðast