Vísindamenn um allan heim vinna dag og nótt við rannsóknir á ýmsu er tengist veirunni en enn á eftir að svara mörgum spurningum. Meðal þeirra stærstu og mikilvægustu eru eftirfarandi þrjár spurningar.
Margir þeirra sem fá COVID-19 finna ekki fyrir neinum einkennum eða sáralitlum. Aðrir veikjast hins vegar mjög alvarlega og fá lífshættulega lungnabólgu. Þetta á einnig við um fólk sem ekki tilheyrir áhættuhópum. Nature skýrir frá þessu.
Vísindamenn vita ekki enn hvað veldur þessu en talið er að skýringa sé að leita í erfðaefni okkar.
Sérfræðingar eru að vonum mjög uppteknir af því að reyna að komast að því hversu lengi ónæmi gegn veirunni er virkt í líkamanum þegar hann hefur myndað ónæmi. Stór hluti þeirra rannsókna sem standa yfir snýst um að finna út hvernig mótefni bindast prótínum í líkamanum og koma þannig í veg fyrir smit. Vitað er að magn mótefna er mikið á fyrstu vikum eftir smit en síðan minnkar magnið, allt eftir því hversu veikt fólk hefur verið af völdum veirunnar.
Veiran stökkbreytist stöðugt. Það gerist í hvert sinn sem hún berst í nýja manneskju. En að sögn Nature er stóra spurningin hvort hún stökkbreytist þannig að hún verði hættulegri en hún er í dag.