Honum fannst hann ekki finna til áfengisáhrifa og fór í bíltúr þennan sama dag. Lögreglan hafði afskipti af honum og grunur vaknaði um að hann væri undir áhrifum áfengis. Hann var því handtekinn og blóðsýni tekið úr honum. Síðan var honum sleppt.
Hann hélt þá heim á leið en þegar þangað kom sá hann að brotist hafði verið inn í íbúðina. Hann hringdi því í lögregluna og tilkynnti um innbrot. En einu gleymdi hann áður en hann hringdi í lögregluna.
Hann var nefnilega með kannabisplöntu heima hjá sér og 2,3 grömm af hassi. Þetta fundu lögreglumennirnir og lögðu hald á. Maðurinn var síðan ákærður fyrir að hafa verið með þetta heima hjá sér. Hann var einnig ákærður fyrir ölvun við akstur og að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, þar á meðal amfetamíns. Hann var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot því haglabyssa, sem hann var ekki skráður fyrir, fannst á heimili hans.
Fyrir dómi kom fram að vinur mannsins hafði sett amfetamín út í kókglasið. Maðurinn var dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi og til að greiða 10.000 norskar krónur í sekt. Hann var einnig sviptur ökuréttindum.