Fyrri stig þróunar bóluefnisins hafa lofað góðu og því er komið að þessu stóra skrefi. Tilraunin á að leiða í ljós hvort bóluefnið geti komið í veg fyrir að fólk smitist af kórónuveirunni. Bóluefnið gæti einnig orðið velheppnað, þótt það komi ekki í veg fyrir smit, ef það kemur í veg fyrir verstu einkenni COVID-19.
Þriðja stig tilraunarinnar stendur yfir til 27. október að því er segir á heimasíðunni clinicaltrials.gov.
Tilkynnt var um þetta eftir að vísindaritið New England Journal of Medicine skýrði frá niðurstöðum tilrauna Moderna á þriðjudaginn. Í þeim tóku 45 sjálfboðaliðar þátt og mynduðu þeir allir mótefni gegn veirunni.