fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Pressan

Smituðum fjölgar sífellt – Óttast „tvöfalda ógæfu“ í haust

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 07:00

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgar daglega í Bandaríkjunum og virðist veiran leika lausum hala þar af miklum krafti. Þetta veldur sérfræðingum í heilbrigðismálum að vonum miklum áhyggjum. Þeir óttast að með sama áframhaldi muni tvöföld ógæfa skella á landinu í haust þegar hin hefðbundna inflúensa hefur innreið sína.

Nú eru aðeins um þrír mánuðir í að inflúensutímabilið hefjist og óttast sérfræðingarnir að ofan á inflúensufaraldurinn leggist kórónuveirufaraldurinn, annað hvort fyrsta bylgjan sem nú herjar eða önnur bylgja.

„Við gætum vel orðið fyrir tvöfaldri ógæfu í haust.“

Sagði Leana Wen, prófessor í lýðheilsufræðum við George Washington háskólann, í samtali við CNN.

Hún sagði einnig að margir sjúklingar myndu fá hita, eiga erfitt með andardrátt og þjást af hósta. Þetta myndi verða til að hratt gangi á hlífðarbúnað heilbrigðiskerfisins því ekki verði hægt að segja með fullri vissu hvað hrjáir fólk og það verði því að meðhöndla það eins og það sé með COVID-19. Þetta muni valda miklum þrýstingi á heilbrigðiskerfið, eftir legurýmum, öndunarvélum og miklu álagi á starfsfólkið.

Celine Gounder, sérfræðingur í smitsjúkdómum og farsóttafræðum, sagði í samtali við CNN að heilbrigðiskerfið muni þurfa að glíma við mikinn fjölda innlagna vegna COVID-19 í haust og vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi drykkur er góður fyrir hjartað og heilann

Þessi drykkur er góður fyrir hjartað og heilann
Pressan
Í gær

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna

Ný tafla með mangóbragði vekur vonir fyrir 1,5 milljarð manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru öflugustu vegabréf heims

Þetta eru öflugustu vegabréf heims
Pressan
Fyrir 2 dögum

Átt þú svona 1 evru pening? – Gæti verið 100.000 króna virði

Átt þú svona 1 evru pening? – Gæti verið 100.000 króna virði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín

Meintri nasistakveðju Musk varpað á verksmiðju Tesla í Berlín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun