Það var áhöfn á pramma sem sá glitta í líkið þegar prammanum var siglt nærri því hjá bænum Balge.
Lögreglan hóf þegar umfangsmikla rannsókn á málinu sem hefur vakið mikinn óhug meðal almennings.
Bild segir að margt bendi til að morðið tengist uppgjöri í vændisheiminum í Hannover. Andrea Korzen starfaði sem vændiskona þar í borg. Bild segir að einn maður, sem er þekktur innan vændisheimsins í tengslum við kvalalostakynlíf, hafi verið handtekinn vegna málsins. Lögreglan hefur ekki viljað láta neitt uppi um hugsanlega ástæðu morðsins.
Í tengslum við rannsókn málsins hefur lögreglan óskað eftir upplýsingum frá almenningi um húðflúrið sem Andrea var með á hálsinum, kross og bókstafinn „P“. Hefur lögreglan biðlað til allra þeirra sem vita eitthvað um merkingu húðflúrsins og sáu það á Andrea frá því í lok mars þar til í apríl að hafa samband. Einnig ef fólk veit eitthvað um klæðnað hennar og ferðir í aðdraganda morðsins.
Talið er að hún hafi verið myrt aðfaranótt 6. apríl en lík hennar fannst ekki fyrr en 28. apríl. Ekkert er vitað um ferðir Andrea frá miðjum mars þar til hún var myrt.
Þau handteknu eru öll þýskir ríkisborgarar.