„Ég vil segja foreldrum og kennurum að þeir eigi að finna nýtt fólk til að taka ákvörðun sem þessa því þetta er hræðileg ákvörðun.“
Skólarnir munu bjóða upp á fjarkennslu en það hugnast forsetanum ekki. Hann sagði að það geti haft slæm áhrif á fólk að halda því svona mikið heima.
„Börn og foreldrar deyja einnig af þessum sökum. Það gerist af því að þau geta ekki gert það sem þau eru vön. Mæður geta ekki farið til vinnu því skyndilega verða þær að vera heima og passa börnin. Það sama á við um feður.“
Metfjöldi smita hefur greinst í Kaliforníu og Texas að undanförnu og eru met, yfir fjölda smitaðra á einum degi, slegin nær daglega.
Í Kaliforníu liggja nú rúmlega 2.000 COVID-19 sjúklingar á sjúkrahúsum.
Trump hefur haft í hótunum um að þau fræðsluumdæmi sem opna ekki skóla eftir sumarfrí muni missa fjárstuðning eða að skattaafsláttur þeirra verði felldur niður. Hann hefur ekki skýrt nánar hvernig hann ætlar að framkvæma þetta en flestir grunnskólar í Bandaríkjunum eru fjármagnaðir af staðaryfirvöldum en ekki alríkinu.